Í dag er Föstudagur 26. maí 2017
FRÉTTIR

Nýjustu færslur

26. maí 15:22 -

Ágúst Jóhannsson ráðinn þjálfari kvennaliðs Vals

Handknattleiksdeild Vals hefur ráðið Ágúst Jóhannsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna hjá félaginu til ársins 2020. Ágúst þarf vart að kynna fyrir handboltaáhugafólki, en hann hefur tæplega 20 ára þjálfarareynslu í meistaraflokkum beggja kynja, bæði hér á landi sem og erlendis. Ágúst var einnig landsliðsþjálfari kvenna til margra ára og stýrði liðinu meðal annars á HM í Brasilíu árið 2011 og ... Lesa meira »

26. maí 14:15 -

A-landslið kvenna | 22 manna æfingarhópur valin

Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið 22 leikmenn til að taka þátt í æfingum í Reykjavik 6. – 18. júní 2017. Í júlí heldur liðið til Danmerkur og leikur þar æfingaleiki gegn dönskum félagsliðu en í haust hefst undankeppni fyrir EM í Frakklandi 2018. Hér að neðan má sjá æfingaghópinn en fimm leikmenn eru að leika sína fyrstu landsleiki. ... Lesa meira »

25. maí 18:33 -

Danmörk: Jafntefli í fyrsta leiknum hjá Aalborg og Skjern

Í dag fór fram fyrsti leikur úrslitaeinvígisins um danska meistaratitilinn en þá mættust íslendingaliðin Aalborg undir stjórn Arons Kristjánssonar og með þá Arnór Atlason, Stefán Rafn Sigurmannsson og Janus Daða Smárason innaborðs og Skjern með Tandra Má Konráðsson í sínu liði. Það voru heimamenn í Aalborg sem byrjuðu betur og komust fljótlega í 3 – 0 en þá tóku Skjern-menn ... Lesa meira »

25. maí 1:27 -

Nýjustu fréttir frá Akureyri – Sverre áfram með Akureyri handboltafélag

Sverre Jak­obs­son mun áfram að þjálfa fyrir Akureyri handboltafélag ásamt Ingi­mundi Ingi­mund­ar­syni og Þor­valdi Sig­urðssyni á næstu leiktíð. Mikil óvissa hefur ríkt um þjálfamálin eftir að KA ákvað að slíta samstarfi við Þór um rekstur Akureyri handaboltafélags og tefla fram liði í 1. deild undir merkjum KA. Fyrir nokkrum dögum hermdu fréttir að Sverre hygðist þjálfa fyrir KA en nú er ljóst að ... Lesa meira »

25. maí 0:42 -

Róbert Sigurðarson til ÍBV

Róbert Sigurðarson varnarjaxl og leikmaður Akureyrar er genginn til liðs við ÍBV á lánssamningi til eins árs. Þetta hefur Fimmeinn eftir áreiðanlegum heimildum. Róbert hefur vakið gríðarlega athygli fyrir varnarleik sinn og þótti einn af efnilegustu varnarmönnum Olísdeildarinnar í vetur. Róbert mun án efa vera mikil styrking fyrir lið ÍBV og er fyrsti leikamaðurinn sem ÍBV bætir við sinn öfluga hóp ... Lesa meira »

25. maí 0:06 -

Lokahóf HSÍ | Öll verðlaun kvöldsins

Á lokahófi HSÍ  sem var haldið í kvöld voru að venju veitt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á líðandi tímabili. Í ár var að sjálfsögðu engin undantekning og í mikilli stemningu sem enn stendur yfir í Gullhömrum í Grafarvogi voru leikmenn kallaðir á svið ásamt dómurum og þjálfurum. Hér að neðan má sjá þá leikmenn og dómara sem valdir voru bestir ... Lesa meira »

23. maí 14:55 -

Sigurður Ingiberg framlengir við Val

Sigurður Ingiberg Ólafsson markmaður hefur endurnýjað samning sinn við Val til tveggja ára. Siggi var af mörgum talin vera besti leikmaðurinn í úrslitaeinvíginu við FH og hefur verið vaxandi jafnt og þétt frá áramótum. Siggi kom til Vals frá FH eftir 3.flokk og er því að hefja sitt sjöunda tímabil í Val fyrir utan að hann var lánaður tvö tímabil ... Lesa meira »

23. maí 9:00 -

Árni Þór Sigtryggsson sagður á heimleið að taka við Akureyri

Árni Þór Sigtryggsson leikmaður Aue í þýsku B-deildinni gæti verið á heimleið en samkvæmt heimildum Fimmeinn hefur handboltafélag Akureyrar rædd við hann um að koma heim og vera spilandi þjálfari liðsins. Árni er Þórsurum vel kunnugur en hann er uppalinn í félaginu og spilaði með þeim áður en hann hélt suður og spilaði með Haukum en þaðan lá leiðin erlendis ... Lesa meira »

23. maí 8:00 -

Róbert Sigurðarson mun leika fyrir sunnan næsta vetur

Róbert Sigurðarson varnarjaxl Akureyrar mun hvorki spila fyrir Akureyri eða KA næsta vetur og er á suðurleið samkvæmt heimildum Fimmeinn. Mörg lið munu vera farin að bítast um leikmanninn enda hefur hann vakið mikla athygli fyrrir góðan varnarleik og myndi klárlega styrkja mörg lið í efstu deild. Þau lið sem nefnd hafa verið sem eru í viðræðum við kappann eru ... Lesa meira »

22. maí 15:05 -

Ómar Örn Jónsson ráðinn þjálfari Fylkis

Ómar Örn Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks  og 3. flokks kvenna í handbolta hjá Fylki til næstu þriggja ára.  Ómar stýrði meistaraflokknum hluta af keppnistímabilinu síðasta. Ómar Örn er öllum hnútum kunnugur í Árbænum, hefur starfað fyrir Fylki um árabil og hefur gegnt starfi yfirþjálfara yngri flokka í nokkur ár, en Ómar mun áfram gegna því starfi samhliða þjálfuninni ... Lesa meira »

22. maí 11:00 -

Valsmenn eru í viðræðum við Snorra Stein um að koma heim í sumar

Samkvæmt heimildum Fimmeinn er Snorri Steinn Guðjónsson fyrrum landsliðsmaður og leikmaður Selestadt í Frakkalandi í viðræðum við Valsmenn og gæti komið heim í sumar. Snorri Steinn hefur verið að gera það feikilega gott í Frakklandi í vetur en á eitt ár eftir af samningi sínum við franska liðið en hann gæti þó mögulega fengið sig lausan. Við ræddum þetta mál ... Lesa meira »

22. maí 10:20 -

Sverre og Stefán verða saman með KA

Samkvæmt þeim heimildum sem Fimmeinn hefur mun Sverre Jakobsson þjálfari Akureyrar ganga til liðs við KA menn og vera með Stefáni Árnasyni sem var ráðinn þjálfari liðsins á dögunum. Handboltafélag Akureyrar er eða hefur verið í viðræðum við Sverre en það eru KA menn einnig og samkvæmt því sem Fimmeinn kemst næst verður Sverre í liði KA næsta vetur og ... Lesa meira »

22. maí 9:52 -

Josip Juric yfirgefur Valsmenn

Josip Juric Gric stórskyttan sem kom til vals fyrir tíambilið mun ekki leika með Valsmönnum á næsta ári en þetta staðfesti Óskar Bjarni þjálfari liðsins við Fimmeinn í gær. Josip hefur reynst Valsmönnum afskaplega vel í vetur og hefur verið einn af betri leikmönnum liðsins og þá þykir hann og Anton Rúnarsson hafa náð einstaklega vel saman í sóknarlínu liðsins. ... Lesa meira »

22. maí 9:46 -

Katrín Ósk Magnúsdóttir og Elvar Örn Jónsson leikmenn ársins hjá Selfoss

Lokahóf og uppskeruhátíð handknattleiksdeildar Selfoss fór fram um helgina á Hótel Selfoss. Selfoss getur farið stolt frá vetrinum og bæði lið sem tefldu fram ungum liðum eru áfram í deild þeirra bestu. Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar leikmönnum meistaraflokk en þar voriu Elvar Örn og Katrín Óska valin leikmenn ársins. Leikmaður ársins: Katrín Ósk Magnúsdóttir –  Elvar Örn Jónsson Baráttubikar: Kristrún ... Lesa meira »

Recent Posts